
Þeir sem hafa náð 16 ára aldri, geta hafið ökunám til almennra ökuréttinda og fengið réttindi til æfingaaksturs. Þeir sem hyggja ekki á æfingaakstur, byrja yfirleitt nokkrum mánuðum fyrir 17 ára afmælisdaginn.
Æfingaakstur er ómetanlegt tækifæri fyrir ungmenni til að öðlast nokkra reynslu í akstri með leiðbeinanda, áður en tekist er á við akstur á eigin spýtur. Það er fyrst og fremst þjálfun og reynsla sem gerir okkur að góðum ökumönnum. Æfingaaksturinn er einnig ákveðin áskorun til nánustu vandamanna nemans, að rifja upp, sýna ábyrgð og vera til fyrirmyndar í umferðinni.
Afar mismunandi er hversu marga ökutíma nemandinn þarf, en gott ökunám er fyrst og fremst fjárfesting einstaklings í eigin umferðaröryggi.
Æfingapróf er hægt að þreyta á nokkurm stöðum:
Ökukennarafélag Íslands .....: http://verkefni.aka.is/ - Hér þarft þú að slá inn kennitölu þinni og starfsnúmeri ökukennarans.
http://www.samgongustofa.is/umferd/nam-og-rettindi/okunam/
Á vef Samgöngustofu ættir þú að finna svör við flestu sem viðkemur verkefninu..: http://www.us.is/content/okurettindi
Myndbönd Samgöngustofu eru mörg áhugaverð og lærdómsrík..: